Um vefinn
Árið 2011 var haldið upp á 100 ára afmæli Háskóla Íslands.
Í tilefni af aldarafmælinu var þessi vefur opnaður. Þegar komið var að endurskipulagningu á honum þótti ómögulegt að loka honum alveg og var því hluti af efninu færður yfir á nýjan vef.
Markmiðið með vefnum er að gefa yfirlit yfir sögu háskólans í máli og myndum. Einnig er honum ætlað að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í Háskólanum. Gildir þá einu hvort um er að ræða vísindi og rannsóknir eða annars konar starfsemi.
Áhrifavaldur í 110 ár
Háskóli Íslands fagnaði 110 ára afmæli árið 2021. Í þessu myndbandi er stiklað á stóru í 110 ára sögu skólans.