Svipmyndir úr sögunni

Hér er stiklað á stóru í sögu Háskóla Íslands. Myndirnar eru flestar í eigu skjalasafns háskólans og eru þær dýrmætur vitnisburður um starfsemi og þróun Háskóla Íslands. Textinn er meðal annars byggður á Aldarsögu Háskóla Íslands 1911 - 2011 og útgefnum Árbókum Háskóla Íslands.

Svipmyndunum er ekki ætlað að gefa heildstætt sögulegt yfirlit yfir starfsemina heldur er um að ræða léttan myndrænan fróðleik. Notendur vefsins eru hvattir til að senda inn myndir og annað áhugavert efni sem þeir eiga í fórum sínum.

Ef myndirnar eru á rafrænu formi er best að senda þær með tölvupósti á netfangið vefstjori@hi.is. Ef myndirnar eru á pappírsformi er óskað eftir að fá þær lánaðar til afritunar og skulu þær þá sendar til skjalasafns Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík. Gjarnan mætti fylgja stuttur myndatexti með.