Við Háskóla Íslands eru unnar fjölbreyttar rannsóknir á ólíkum fræðasviðum skólans. Háskólinn vann á aldarafmælisárinu vísindaþáttaröð fyrir sjónvarp sem veitir fólki skarpa sýn á hið fjölbreytta starf sem vísindamenn háskólans sinna og hvernig þeir vinna við rannsóknir við afar ólíkar aðstæður. Þáttaröðin nær yfir vísindarannsóknir á öllum fræðasviðum Háskóla Íslands.

Kvikmyndatökur fóru fram víða um land, m.a. á Skjálfandaflóa, í Grímsvötnum, á Eyjafjallajökli á meðan á eldsumbrotum stóð og í framhaldi af þeim, á Langjökli, undir Snæfellsjökli, í Fljótshlíð, við Heklurætur, á Skriðuklaustri, í Reykjavík, Hvalfirði og víðar.

Framleiðandi er Kukl, kvikmyndatökumaður er Bjarni Felix Bjarnason, um samsetningu og klippingu sér Konráð Gylfason en dagskrárgerð Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri hjá HÍ, stjórnaði upptökum.

Önnur þáttaröðin var sýnd árið 2013.

Sú þriðja var sýnd 2018.

Fjársjóður framtíðar

Nanó - ljósörvunarefni
Kristján Leósson
Steinunn J. Kristjánsdóttir
Benedikt Halldórsson
Steinunn Gestsdóttir
Terry Gunnell
Brynhildur Davíðsdóttir
Borgný Katrínardóttir
Sveinn Yngvi Egilsson og Ástráður Eysteinsson. Samsett mynd
Eldgos í Eyjafjallajökli
Handrit skoðuð á Árnastofnun
Þórhallur Guðlaugsson
Share