Stúdentaráð aflar fjár til ritakaupa í Þjóðarbókhlöðu

Stúdentaráð blæs til þjóðarátaks til söfnunar fjár til ritakaupa í Þjóðarbókhlöðu. Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var verndari átaksins sem gaf af sér 22,5 milljónir króna.

Kennsla hefst í táknmálsfræði og táknmálstúlkun

Kennsla hefst í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við heimspekideild um haustið í samvinnu við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands tekur til starfa

Mannréttindastofnun Háskóla Íslands er sjálfseignarstofnun stofnuð 14. apríl þetta ár af Háskóla Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands. Megintilgangur stofnunarinnar er að vinna að rannsóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifingu á niðurstöðum þeirra og styðja við kennslu á því sviði.

Frá rannsóknarsetri Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum
Þjóðarbókhlaðan
Líkan af Þjóðarbóklöðunni
Share