1994
Stúdentaráð aflar fjár til ritakaupa í Þjóðarbókhlöðu
Stúdentaráð blæs til þjóðarátaks til söfnunar fjár til ritakaupa í Þjóðarbókhlöðu. Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var verndari átaksins sem gaf af sér 22,5 milljónir króna.
Kennsla hefst í táknmálsfræði og táknmálstúlkun
Kennsla hefst í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við heimspekideild um haustið í samvinnu við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands tekur til starfa
Mannréttindastofnun Háskóla Íslands er sjálfseignarstofnun stofnuð 14. apríl þetta ár af Háskóla Íslands, Lögmannafélagi Íslands og Dómarafélagi Íslands. Megintilgangur stofnunarinnar er að vinna að rannsóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifingu á niðurstöðum þeirra og styðja við kennslu á því sviði.
Fyrsta rannsókna- og fræðasetur HÍ á landsbyggðinni
Rannsóknarsetur í Vestmannaeyjum er fyrsta rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Í setrinu sameinast undir einu þaki þær stofnanir í Vestmannaeyjum sem starfa að grunnrannsóknum, hagnýtum rannsóknum, gagnasöfnun og nýsköpun í atvinnulífinu, ásamt því að gera ýmsar þjónustumælingar fyrir opinbera aðila og fyrirtæki. Í setrinu er einnig miðstöð fullorðinsfræðslu og fjarkennslu á háskólastigi.
Þjóðarbókhlaða formlega opnuð
Nýtt sameinað bókasafn, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, opnað við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðu 1. desember. Þjóðarbókhlaða er fjórar hæðir og kjallari. Hver hæð er um 2.500 fermetrar og er byggingin í heild um 13.000 fermetrar og um 51.000 rúmmetrar. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn gegnir því tvíþætta hlutverki að vera þjóðbókasafn Íslands og jafnframt bókasafn Háskóla Íslands. Arkitekt Þjóðarbókhlöðu er Mannfreð Vilhjálmson.
Líkan af Þjóðarbókhlöðu
Háskólamenn börðust gegn því að tekið yrði af happdrættisfé til að ljúka byggingu Þjóðarbókhlöðu. Ekki verður því samt neitað að sameining Landsbókasafns og Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu, árið 1994, var mikið framfaraskref í rannsóknaraðstöðu og lesaðstöðu stúdenta í Háskólanum.