Framhaldsnám við Háskóla Íslands

Með lögum um Háskóla Íslands frá árinu 1999 og reglum frá þessu ári er endurnýjaður almennur lagarammi um framhaldsnám við skólann. Nánari ákvæði voru síðan sett í sérreglur um hverja deild og höfðu allar deildir sett sér slíkar reglur sem háskólaráð hafði staðfest árið 2003. Háskólaráð setti síðan reglur um doktorsvarnir. Doktorsnám var þegar í boði í öllum deildum nema hjúkrunarfræði árið 2000.

Starfsmaður skoðar Vísindavefinn

Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði komið á fót

Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði komið á fót samkvæmt samningi milli Háskóla Íslands, sveitarfélagsins Árborgar, menntamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins og Almannavarna ríkisins. Miðstöðin var opnuð með formlegum hætti 2. maí árið 2000. Hinn 17. júní sama ár má segja að sjálf rannsóknastofan hafi verið opnuð með eftirminnilegum hætti þegar fyrsta hrinan í Suðurlandsjarðskjálftunum það ár reið yfir.

Mynd frá suðurlandsskjálftanum árið 2000

Stúdentadagurinn haldinn í Háskóla Íslands

Stúdentadagurinn var haldinn í fyrsta sinn þann 15. september þetta ár. Líf og fjör var í skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Þátttakendur á stúdentadeginum 15. september 2000.

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði tekur til starfa

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði tekur til starfa á miðju ári. Starfræksla þess er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Prokaria ehf., Hveragerðisbæjar, Garðyrkjuskóla ríkisins og Rannsóknastofnunarinnar Neðri-Áss. Meginmarkmiðið með starfsemi Rannsóknasetursins var að efla vísindarannsóknir og fræðastarf í Hveragerði og nágrenni og byggja upp frekari þekkingu á svæðinu, ekki síst er snýr að náttúrufari.

Hveragerði. Á myndinni er hverahola. Hveragerðiskirkja er í baksýn.
Share