Háskóli Íslands tekur upp formlegt gæðakerfi

Háskóli Íslands tekur upp formlegt gæðakerfi samkvæmt samþykkt háskólafundar og háskólaráðs 26. júní þetta ár. Gæðakerfið tekur til kennslu, rannsókna, fræðslu og þjónustu á vegum skólans og deilda, stofnana og sameiginlegrar stjórnsýslu. Markmiðin eru fjölmörg, m.a. þau að tryggja sjálfstæði Háskóla Íslands, að deildir sinni öflun, varðveislu og miðlun þekkingar með kennslu, rannsóknum, fræðslu og þjónustu og að kennsla og rannsóknir standist alþjóðlegar gæðakröfur.

Kennslukönnun Háskóla Íslands rafræn

Um haustið var kennslukönnun Háskóla Íslands og úrvinnsla hennar í fyrsta sinn rafræn. Kennslumiðstöð skólans sér um framkvæmd kennslukannana. Háskóli Íslands lætur eftirleiðis fara fram kerfisbundið mat á störfum kennara, m.a. með kennslukönnunum sem fylgt er eftir með greinargerð eða sjálfsmati kennara og viðbrögðum stjórnunareiningar til þess að bæta kennslu.

Nefnd skipuð um málefni fatlaðra nemenda og starfsmanna skólans

Í upphafi árs er nefnd skipuð um málefni fatlaðra nemenda og starfsmanna skólans. Vinna nefndarinnar fólst annars vegar í því að semja drög að nýrri reglugerð um málefni fatlaðra og hins vegar að setja saman stefnu háskólans í málefnum fatlaðra nemenda og starfsmanna skólans. Einnig voru í árslok skipaðir starfshópar um ýmis réttindamál stúdenta.

Skólabæjarhópur Háskóla Íslands

Hópur fyrrverandi starfsmanna Háskóla Íslands, Skólabæjarhópurinn svonefndi, kemur saman þann 8. maí þetta ár en hópurinn stendur títt fyrir ferðum af ýmsu tagi fyrir fyrrverandi starfsmenn.

Skólabæjarhópurinn, hópur fyrrverandi starfsmanna Háskóla Íslands, að skoða árabát, 8. maí 2002. Á myndinni eru: Ágúst Georgsson, Halldóra K Ísberg, Sigurberg M Sigurðsson, Þórður Kristófersson, Jóhann Guðmundsson, Sigmundur Magnússon, Guðlaug Sigurgeirsd
Elín Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Barnasmiðjunnar ehf., færir rektor háskólans, Páli Skúlasyni, líkan af Aðalbyggingu HÍ.
Share