Háskóli Íslands, Aðalbygging

Hátíðarfyrirlestraröð rektors

Þrír hátíðarfyrirlestrar, sem rektor Háskóla Íslands bauð sérstaklega til, voru fluttir í Hátíðasal á árinu.:

  • Dr. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og yfirmaður rannsókna hélt fyrsta fyrirlesturinn í röðinni 15. janúar. Fyrirlestur Kára nefndist „Hönnun manns – hvernig maðurinn skapast af samspili erfða og umhverfis“.
  • Dr. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar hf., flutti erindi í röðinni 7. maí 2011. Erindið bar yfirskriftina „Hreyfing mannsins. Frá hreyfihömlun til afreka.
  • Dr. Nemat Shafik, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, flutti erindi 28. október 2011. Erindið bar yfirskriftina „Global Economic Challenges and Fostering Future Prosperity“
Kári Stefánsson

Einn af þeim bestu

Í október þetta ár komst Háskóli Íslands í fyrsta sinn á lista Times Higher Education World University Rankings yfir 300 bestu háskóla heims, af þeim rúmlega 17.000 háskólum sem til eru.

Times Higher Education World University Rankings er annar af tveimur helstu listum þar sem gæði háskóla eru metin. Samkvæmt listanum var Háskóli Íslands skráður í 276. sæti fyrir tímabilið 2011–2012 og lenti því meðal þeirra 2% háskóla sem bestir eru taldir í heiminum.

Öndvegisfyrirlestrar

Hvert  hinna fimm fræðasviða Háskóla Íslands var í sviðsljósinu í einn mánuð á afmælisárinu og stóð hvert um sig fyrir metnaðarfullri dagskrá. Buðu sviðin erlendum fyrirlesurum að halda öndvegisfyrirlestra við skólann.

David Suzuki
Elizabeth Blackburn
Françoise Barré-Sinoussi
Linda Darling-Hammond
Noam Chomsky
Robert David Putnam
Henry Petroski

Fjársjóður framtíðar - Afmælishátíð 8. október

Afmælishátíðin í Hörpu var hápunktur afmælisdagskrár Háskóla Íslands og var yfirskrift hennar Fjársjóður framtíðar. Boðið var upp á fjölbreytta og lifandi dagskrá. Starfsfólk, stúdentar, samstarfsaðilar og velunnarar Háskóla Íslands sóttu hátíðina og voru gestir vel á annað þúsund. Dagskrá hátíðarinnar fór fram á sviði Eldborgar og þar gerðu nemendur, starfsmenn og ýmsir listamenn starfi og sögu skólans skil í máli, myndum, leik og tónum.

Hér eru nokkrar svipmyndir frá hátíðinni:

Frá 100 ára afmælishátíð Háskóla Íslands í Hörpu 8. október 2011
Háskólalestin
Kappaksturskeppnin Formula Student – Kappakstursbíll
Hluti af sýningunni Háskólinn í hundrað ár - brot úr sögu, sem sett var upp í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands 2011.
Með fróðleik í fararnesti, 10. apríl 2011
Kofi Annan á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands 7. október 2011
Aldarsaga Háskóla Íslands - Forsíða
Hátíð brautskráðra doktora 2012
Share