Í röð þeirra bestu
Á árinu var Háskóli Íslands, einn íslenskra háskóla, á báðum virtustu listum heims yfir háskóla sem hæst eru metnir á alþjóðavettvandi.
Háskólinn er í sæti 401-500 á lista ShanghaiRanking Consultancy yfir bestu háskóla heims og í sæti 351-400 á listanum Times Higher Education World University Rankings. Báðir listar taka til rannsókna, kennslu og áhrifa í alþjóðlegu vísindasamfélagi.