Stórafmælum fagnað á árinu
Tíu ára afmæli Lífvísindaseturs var fagnað í apríl.
Stofnun Rannsóknasetra fagnaði tuttugu ára afmæli í mars. Fyrsta rannsóknasetrið var stofnað á Höfn í Hornafirði árið 2001. Þau eru nú 11 og starfa um allt land.
Þess var minnst að þrjátíu ár voru frá því að fyrsti vefur Háskóla Íslands leit dagsins ljós.
Í nóvember voru 40 ár síðan fyrstu nemendurnir brautskráðust úr félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.
Framkvæmdir á Sögu
Endurbætur hófust í húsinu sem áður hýsti Hótel Sögu. Þangað er áætlað að Menntavísindasvið flytji starfsemi sína. Í þessari myndasyrpu eru nokkrar myndir frá framkvæmdum í byggingunni, teknar á árinu. Ljósmyndari er Kristinn Ingvarsson.
Endurbætur á Sögu. Séð út um glugga til norðurs. Á myndinni sjást m.a. Birkimelur og Þjóðarbókhlaðan út um gluggann.