Stórafmæli á árinu

Endurmenntun HÍ fagnaði 40 ára afmæli árinu.

Þess var minnst að 50 ár voru síðan kennsla í hjúkrunarfræði hófst við Háskóla Íslands.

Framúrskarandi á ýmsum sviðum

Á árinu var Háskóli Íslands í hópi þeirra 400 háskóla sem hafa mest samfélagsleg og efnhagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt lista tímaritsins Times Higher Education (THE).

Þá var Háskólinn í 505. sæti á lista THE yfir bestu háskóla heims, efstur íslenskra háskóla.

Einnig var HÍ á 10 listum yfir fremstu skóla heims á afmörkuðum fræðasviðum á hinum virta lista Shanghai Global Ranking of Academic Subjects og á níu sambærilegum listum tímaritsins Times Higher Education.

Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sigurður Magnús Garðarsson, sviðsforseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Jón Emil Guðmundsson, lektor í stjarneðlisfræði og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ
Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson kampakátir í höfuðstöðvum Nasdaq-kauphallarinnar í New York í gær.
Katarzyna Rabeda, kennari á pólskunámskeiði Tungumálamiðstöðvar HÍ, og Eyjólfur Már Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar.
Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ og Daniel Leeb, framkvæmdastjóri Geimvísindastofnunar Íslands handsala viljayfirlýsingu um samstarf á sviði geimrannsókna. Með á myndinni er Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs.
Fyrsta skóflustunga að nýju húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs HÍ: Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsdóttir, nemandi í sálfræði, Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytissjóri Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, Jón Atli Benediktsson Háskólarektor, Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs og Daníel Thor Myer, nemandi í læknisfræði.
Með fróðleik í fararnesti hlýtur viðurkenningu fyrir vísindamiðlun sem afhent var við opnun Vísindavöku Rannís 30. september 2023
Share