Stórafmæli á árinu
Endurmenntun HÍ fagnaði 40 ára afmæli árinu.
Þess var minnst að 50 ár voru síðan kennsla í hjúkrunarfræði hófst við Háskóla Íslands.
Framúrskarandi á ýmsum sviðum
Á árinu var Háskóli Íslands í hópi þeirra 400 háskóla sem hafa mest samfélagsleg og efnhagsleg áhrif út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna samkvæmt lista tímaritsins Times Higher Education (THE).
Þá var Háskólinn í 505. sæti á lista THE yfir bestu háskóla heims, efstur íslenskra háskóla.
Einnig var HÍ á 10 listum yfir fremstu skóla heims á afmörkuðum fræðasviðum á hinum virta lista Shanghai Global Ranking of Academic Subjects og á níu sambærilegum listum tímaritsins Times Higher Education.