Tillögur um nýjar og hagnýtar kennslugreinar
Offjölgun stúdenta er mikið til umræðu á árunum 1927-1928. Tillögur koma upp um að stofna til nýrra og hagnýtra kennslugreina sem tækju eitt ár, s.s. verslunar- og kennaranámskeiða, sem myndu veita straumi menntamanna inn í nýjar starfsstéttir.
Íþróttaiðkun stúdenta
Nokkrir áhugamenn um íþróttir á meðal stúdenta halda uppi fimleikaæfingum og kennslu í íslenskri glímu.