Íþróttafélag stúdenta stofnað

Íþróttafélag háskólans stofnað 21. janúar. Fyrsti kennari hjá félaginu var Björn Jakobsson.

Leikfélag stúdenta stofnað

Leikfélag stúdenta stofnað 23. febrúar fyrir forgöngu fjögurra fyrrverandi forvígismanna leiklistar í Menntaskólanum í Reykjavík á árunum 1921-1925, Lárusar Sigurbjörnssonar, Ólafs Þorgrímssonar, Guðna Jónssonar og Þorsteins Ö. Stephensen. Stofnendur félagsins voru 45 að tölu.

Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað

Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað 7. apríl. Þann dag komu sex konur saman í Reykjavík, að frumkvæði dr. Bjargar C. Þorláksson, í þeim tilgangi að stofna félag íslenskra háskólakvenna. Tilgangurinn var að koma á sambandi við menntakonur erlendis. Anna Bjarnadóttir, BA og kennari, gekkst þó aðallega fyrir stofnun félagsins sökum þess að Björg var búsett í Kaupmannahöfn.

Sjálfboðaliðar í grunni fyrirhugaðs stúdentagarðs á Skólavörðuholti árið 1928
Þorkell Jóhannesson, teikning eftir Tryggva Magnússon frá árinu 1928
Share