Launabreytingar dósenta
Lögum breytt þannig að dósentar fluttust sjálfkrafa í starf prófessors, með sömu réttindum og skyldum og aðrir prófessorar háskólans, eftir sex ár í embætti. Með lagabreytingunni náðu dósentar byrjunarlaunum prófessora eftir sex ár í starfi. Áður höfðu laun dósenta verið föst, þ.e. þau hækkuðu ekki með starfsaldri líkt og laun prófessora gerðu. Rektorum Háskóla Íslands varð tíðrætt um launakjör kennara í opinberum ræðum sínum og bréfum til stjórnvalda.
Þannig gerði Magnús Jónsson rektor kjaramálin að umtalsefni við setningu háskólans haustið 1930 en þar fullyrti hann að laun háskólakennara væru svo lág þau dygðu ekki fjölskyldumanni til framfærslu. Sumir háskólakennarar unnu aukastörf sem sérfræðingar á sínu sviði en aðrir unnu aukavinnu sem var óskyld háskólastarfinu. Þetta bitnaði á rannsóknum háskólakennara því að kennslan fór að mestu eftir venjum og þörfum deildanna og erfitt var fyrir kennara að losa sig frá henni.