Nemendafjöldi fimmfaldast frá stofnun Háskóla Íslands

Kennarahópurinn var nokkurn veginn jafn stór og svipað samansettur og við stofnun Háskóla Íslands árið 1911. Nemendafjöldi skólans hafði hins vegar fimmfaldast á sama tíma.

Fyrsta háskólahátíð Háskóla Íslands

Háskólinn settur á svokallaðri háskólahátíð sem var haldin fyrsta vetrardag ár hvert. Fyrsta háskólahátíðin 26. október þetta ár var einnig söguleg sökum þess að það var í síðasta sinn sem rektor bauð nemendur velkomna í skólann í fundarsal neðri deildar Alþingis.

Félag frjálslyndra stúdenta stofnað

Félag róttækra stúdenta klofnar á þessu ári þegar stuðningsmenn Framsóknarflokksins stofna Félag frjálslyndra stúdenta.

Háskólaráð fundar í Alþingishúsinu 1939
Háskólasvæðið 1939
Share