1940

Breska hernámsliðið leggur undir sig stúdentagarðinn

Háskólahverfið vorið 1940. Aðalbygging Háskólans, Atvinnudeildarhúsið og stúdentagarðurinn við Hringbraut.

Breska hernámsliðið leggur undir sig stúdentagarðinn og breytir honum í hersjúkrahús. Stúdentar mótmæltu harðlega og gengu kröfugöngur að sendiráði Breta. Húsið fékkst ekki afhent aftur fyrr en undir stríðslok. Margir stúdentar áttu við húsnæðisvanda að stríða á þessum tíma. Aðdragandi þessa var að um vorið þetta ár var Ísland hernumið af Bretum og tók hernámsliðið ýmsar opinberar byggingar til sinna nota, í lengri eða skemmri tíma.

Image
Háskólasvæðið vorið 1940

Skipulag Háskólasvæðisins

Tillaga til framtíðarskipulags á háskólalóðinni eftir Guðjón Samúelsson. Freymóður Jóhannsson, listmálari, teiknaði myndina undir umsjá Guðjóns.

Image
Tillaga til framtíðarskipulags á háskólalóðinni eftir Guðjón Samúelsson

Yfirlit um vísindastarf við Háskóla Íslands

Háskóli Íslands gefur út ítarlega skrá um rit allra kennara sem starfað höfðu við skólann frá stofnun til ársins 1940. Flest það sem birst hafði á prenti er talið þar upp, allt frá minningargreinum í dagblöðum til umfangsmikilla vísindarita. Skráin er gott yfirlit yfir vísindastarf við skólann fyrstu áratugina sem hann starfaði.

Vígsla Aðalbyggingar

Háskólinn flytur í sitt eigið húsnæði, Aðalbygginguna, hinn 17. júní og nýtt og viðburðaríkt framfaratímabil hefst. Húsnæðisskortur hafði haft veruleg áhrif á háskólastarfið áður. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði bygginguna.

Vígsla háskólakapellu

Við vígslu háskólakapellu þann 16. júní 1940. Kapellan var vígð degi á undan Aðalbyggingu Háskóla Íslands, þar sem hún er staðsett.

Byggingarnefnd

Byggingarnefnd háskólans.

Fremri röð frá vinstri:

  • Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, sem starfaði með nefndinni
  • Alexander Jóhannesson, háskólarektor og formaður nefndarinnar
  • Guðmundur Hannesson, fyrrverandi prófessor.

Í aftari röð frá vinstri:

  • Ólafur Lárusson prófessor
  • Jón Steffensen prófessor
  • Magnús Jónsson prófessor
  • Sigurður Nordal prófssor

Myndin er sennilega tekin 26. júní 1940, eftir 101. fund nefndarinnar, sem jafnframt var síðasti fundurinn.

Image
Byggingarnefnd Háskólans 1940

Sigurbjörn Einarsson við kennslu

Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup, við kennslu í Háskóla Íslands þann 16. júní árið 1940.

Image
Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup, við kennslu í Háskóla Íslands þann 16. júní árið 1940.