1943

Fyrstu stúdentarnir flytja inn á Nýja-Garð

Fyrstu stúdentarnir flytja inn á Nýja-Garð árið 1943. Garðurinn var fullbúinn í september 1943, tæplega hálfu öðru ári eftir að byggingarframkvæmdir hófust. Í Nýja-Garði voru 63 herbergi og fyrsta veturinn fengu 90 stúdentar þar inni, með því að tveir bjuggu í mörgum einbýlisherbergjum vegna húsnæðisvandræða stúdenta. Arkitektarnir Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson teiknuðu Nýja-Garð.

Image
Nýi-Garður

Embætti háskólabókavarðar stofnað

Embætti háskólabókavarðar stofnað með lögum. Af fengnum tillögum háskólaráðs var Einar Ól. Sveinsson skipaður í embættið en hann hafði verið forstöðumaður safnsins árin á undan. Á myndinni stendur hann í hópi prúðklæddra manna á vígsludegi Aðalbyggingarinnar.

Einnig sjást hér Háskólarektor og nokkrir prófessorar á tröppum háskólabyggingarinnar. Rektor, Alexander Jóhannesson, ávarpar íþróttamennina sem stóðu fyrir framan húsið í heiðursfylkingu. Í fremstu röð frá vinstri má sjá auk Alexanders, Ágúst H. Bjarnason, prófessor, Ólaf Lárusson prófessor, Magnús Jónsson prófessor og Sigurð Nordal prófessor.

Í annarri röð frá vinstri má m.a. sjá Benedikt G. Waage, þáverandi forseta Íþróttasambands Íslands, Einar Ólaf Sveinsson háskólabókavörð, Jón Hjaltalín Sigurðsson prófessor og litlu fjær prófessor Ásmund Guðmundsson og prófessor Guðmund Thoroddsen.

Image
Nokkrir af gestum á Vígsludegi Aðalbyggingar 17. júní 1940