1944

Verkfræðideild stofnuð

Verkfræðideild stofnuð með lögum eftir að kennsla í verkfræði hafði farið fram í full fjögur ár.

Á myndinni er Finnbogi Rútur Þorvaldsson, prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, sem kenndi teikningu í verkfræðideild. Standandi hægra megin við Finnboga Rút: Þór Gregor Þorsteinsson. Sitjandi: Gísli Sigfreðsson. Einnig sést í bakið á Júlíusi Sólnes, síðar prófessor, í hvarfi við Finnboga Rút.

Image
Finnbogi Rútur Þorvaldsson og nokkrir verkfræðistúdentar

Orðabók Háskólans

Dr. Jakob Benediktsson, forstöðumaður Orðabókar háskólans, með handrit Orðabókar Jóns Grunnvíkings. Myndin er tekin 1974.

Hinn 29. september samþykkir háskólaráð að ráða mann til að hefja orðtöku rita eftir fyrirmælum kennara í íslenskum fræðum. Samþykktin markar upphaf starfsemi Orðabókar háskólans. Í kjölfarið var Árni Kristjánsson ráðinn til að vinna að orðtökunni og réttum tveimur árum síðar var komið á yfirstjórn orðabókarverkefnisins.

Fyrri hluta árs 1947 voru starfsmenn orðnir tveir og í ársbyrjun 1948 urðu þeir þrír er Jakob Benediktsson var ráðinn til að taka við forstöðu verksins. Má segja að þá hafi Orðabók háskólans orðið háskólastofnun þó að það hafi ekki verið formlega staðfest fyrr en með reglugerð árið 1966.

Image
Dr. Jakob Benediktsson, forstöðumaður Orðabókar háskólans

Nemendur og kennarar guðfræðideildar

Nemendur og kennarar guðfræðideildar veturinn 1944-1945.

Image
Nemendur og kennarar guðfræðideildar veturinn 1944-1945.