1946

Ný fræðslulöggjöf sett á Íslandi

Ný fræðslulöggjöf sett á Íslandi árið 1946. Með löggjöfinni voru opinberir skólar í landinu, sem voru kostaðir eða styrktir af almannafé, í fyrsta sinn felldir inn í skilgreint, samfellt skólakerfi og var það grundvallarmarkmið laganna. Samkvæmt nýju lögunum var tekið upp samræmt skólakerfi um land allt sem greindist í fjögur stig, barnafræðslustig, gagnfræðastig, menntaskóla- og sérskólastig og háskólastig.

Annað meginmarkmið fræðslulaganna 1946 var að jafna möguleika ungs fólks til náms og opna leiðir til áframhaldandi menntunar að loknu skyldunámi. Breytingar á skólakerfinu þetta ár gerðu nemendum kleift að þreyta landspróf en það veitti þeim aðgang að menntaskólum og með því voru inntökupróf í þá lögð niður og menntaskólanámið stytt úr sex árum í fjögur.

Stúdentaráð fundar

Stúdentaráð 1946-1947. Frá vinstri:

  • Þorvaldur Garðar Kristjánsson
  • Ingi R. Helgason
  • Björn Jónsson
  • Hermann Pálsson
  • Geir Hallgrímsson formaður
  • Skúli Guðmundsson
  • Gunnar Sigurðsson
  • Ásgeir Pétursson
  • Guðlaugur Þorvaldsson.

Áslaug Geirsdóttir, prófessor í jarðfræði, dóttir Geirs Hallgrímssonar, lánaði myndina til skönnunar í mars 2006. Ásgeir mun hafa verið fundarritari og ekkja Geirs á dagbók/fundargerðabók frá þessum tíma sem hann hefur ritað.

Image
Stúdentaráð 1946-1947

Íþróttahús Háskóla Íslands í byggingu

Íþróttahúsið reis þetta ár. Það var tekið formlega í notkun ári síðar