1949

Ný reglugerð um tannlæknanám

Ný reglugerð gefin út um nám í tannlæknafræði, þann 2. nóvember þetta ár. Til að auka aðsókn að tannlæknanáminu var það aðskilið frá læknanáminu utan þess að efnafræði var sameiginleg námsgrein. Auk þessa var námstíminn ætlaður 5 ár og prófinu skipt í fyrsta, annan og þriðja hluta.

Upplýsingaskrifstofa stúdenta útvegar bækur

Upplýsingaskrifstofa stúdenta útvegar stúdentum kennslubækur til sölu frá útlöndum um haustið.

Aðstoðarháskólaritari Háskóla Íslands

Erla Elíasdóttir helgaði Háskóla Íslands starfsævi sína frá því hún lauk námi 1949 og til starfsloka árið 1990, lengst af sem aðstoðarháskólaritari. Erla sat í stjórn Kvenstúdentafélags Íslands um tíma.

Image
Erla Elíasdóttir, aðstoðarháskólaritari

Braggar við Gamla-Garð

Mynd af háskólasvæðinu og bröggum við Gamla-Garð. Í forgrunni sést að framkvæmdir við lóð Aðalbyggingarinnar eru hafnar. Ljósmyndari: Sigurhans Vignir. Myndin er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Image
Mynd af háskólasvæðinu og bröggum við Gamla-Garð. Í forgrunni sést að framkvæmdir við lóð Aðalbyggingarinnar eru hafnar.