Ný reglugerð um tannlæknanám
Ný reglugerð gefin út um nám í tannlæknafræði, þann 2. nóvember þetta ár. Til að auka aðsókn að tannlæknanáminu var það aðskilið frá læknanáminu utan þess að efnafræði var sameiginleg námsgrein. Auk þessa var námstíminn ætlaður 5 ár og prófinu skipt í fyrsta, annan og þriðja hluta.
Upplýsingaskrifstofa stúdenta útvegar bækur
Upplýsingaskrifstofa stúdenta útvegar stúdentum kennslubækur til sölu frá útlöndum um haustið.