774 stúdentar innritaðir

Við upphaf skólaárs 1955-1956 voru 774 stúdentar innritaðir til náms.

Háskóli Íslands stofnar handritaútgáfunefnd

Háskóli Íslands stofnar handritaútgáfunefnd árið 1955 og starfaði hún til ársins 1962 þegar Handritastofnun Íslands tók við hlutverki hennar. Á 51. fundi nefndarinnar, 22. maí 1967, skýrði formaður stjórnar frá því að fyrsta skóflustunga hefði verið tekin að Árnagarði þar sem Handritastofnun var ætlaður staður.

Læknadeild og verkfræðideild HÍ gerast aðilar að Kjarnafræðinefnd Íslands

Læknadeild og verkfræðideild gerast aðilar að Kjarnafræðinefnd Íslands. Bandaríkjastjórn gaf skólanum bókasafn um kjarnorkuvísindi sem var tekið til varðveislu í háskólabókasafni.

Verðandi húsmæðrakennarar marsera á árshátíð í Aðalbyggingu 1955
Skólastjóri og nemendur Húsmæðrakennaraskóla Íslands á tröppum háskólans á brautskráningardegi vorið 1954
Áhugasamar reykvískar húsmæður fylgjast með nýjungum á sýningu Húsmæðrakennaraskólans í kjallara háskólabyggingarinnar
Skólaslit Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1950. Athöfnin fór fram í Hátíðasal háskólans eins og endranær. Skólastjórinn, fröken Helga Sigurðardóttir, sést hér brautskrá nemendur sína
Share