774 stúdentar innritaðir
Við upphaf skólaárs 1955-1956 voru 774 stúdentar innritaðir til náms.
Háskóli Íslands stofnar handritaútgáfunefnd
Háskóli Íslands stofnar handritaútgáfunefnd árið 1955 og starfaði hún til ársins 1962 þegar Handritastofnun Íslands tók við hlutverki hennar. Á 51. fundi nefndarinnar, 22. maí 1967, skýrði formaður stjórnar frá því að fyrsta skóflustunga hefði verið tekin að Árnagarði þar sem Handritastofnun var ætlaður staður.
Læknadeild og verkfræðideild HÍ gerast aðilar að Kjarnafræðinefnd Íslands
Læknadeild og verkfræðideild gerast aðilar að Kjarnafræðinefnd Íslands. Bandaríkjastjórn gaf skólanum bókasafn um kjarnorkuvísindi sem var tekið til varðveislu í háskólabókasafni.