1963

Háskóli Íslands fær Loftskeytastöðina til afnota

Háskóli Íslands fær Loftskeytastöðina við Suðurgötu til afnota. Hún var í fyrstu höfð fyrir starfsemi Eðlisfræðistofnunar. Síðar fluttist Raunvísindastofnun í Loftskeytastöðina og þá var húsið nýtt til eðlisfræðikennslu og ýmissa nota á vegum verkfræði- og raunvísindadeildar.

Myndin er tekin á níunda áratugnum.

Image
Loftskeytastöðin við Suðurgötu

Aragata 9

Þetta ár kaupir Háskóli Íslands húseignina að Aragötu 9 til að nota sem lesrými fyrir stúdenta í lögfræði og viðskiptafræði.

Image
Aragata 9

Lyndon B. Johnson heimsækir háskólann

Varaforseti Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, heimsækir háskólann. Hann afhenti væntanlegri Raunvísindastofnun bækur að gjöf, en Bandaríkjamenn höfðu áður lagt verulegt fé til stofnunarinnar. Rektor gaf forsetanum Guðbrandsbiblíu ljósritaða í tilefni heimsóknarinnar.

Hér sjást varaforsetinn og Ármann Snævarr háskólarektor virða fyrir sér líkan að fyrirhuguðu húsi Raunvísindastofnunar. Á myndinni sjást einnig (frá vinstri) James Penfield, sendiherra Bandaríkjanna hérlendis, og prófessorarnir Trausti Einarsson og Leifur Ásgeirsson.

Image
Varaforseti Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, heimsækir háskólann