Kennurum á sviði raunvísinda fjölgar

Kennurum og sérfræðingum á sviði raunvísinda fjölgar til muna með tilkomu BS-náms í raungreinum á árunum 1968-1970. Fram kom í ræðu rektors á háskólahátíð 1968 að stofnað hefði verið til kennslu í nýjum greinum innan verkfræðideildar, náttúrufræði, jarðfræði, landafræði og líffræði. Hann benti á að miðað væri að því að fjölga hæfum raunvísindakennurum í gagnfræðaskólum. Um leið var nafni deildarinnar breytt og hét hún nú verkfræði- og raunvísindadeild.

Félagsstofnun Stúdenta stofnuð

Félagsstofnun stúdenta stofnuð og hún tekur við rekstri Gamla-Garðs, Nýja-Garðs, Kaffistofu stúdenta í Aðalbyggingu, Bóksölu stúdenta, barnaheimilisins Efri-Hlíðar og Ferðaþjónustu stúdenta.

Félagsstofnun stúdenta var sett á stofn af Stúdentaráði og háskólaráði. Bygging og leiga á stúdentagörðum hefur verið eitt veigamesta verkefni Félags­stofnunar. Háskólaráð útvegaði Félagsstofnun lóðir undir stúdentagarða og leikskóla á háskólalóð en háskólaráð samþykkti byggingarframkvæmdirnar.

Norræna húsið vígt

Norræna húsið vígt 24. ágúst þetta ár. Húsið er eitt af síðustu verkum finnska arkitektsins Alvars Aalto.

Loftmynd af Norræna húsinu
Atvinnudeildarhús Háskóla Íslands
Share