Sprengja í fjölgun nemenda
Á árunum frá 1970-1975 varð sprengja í fjölgun nemenda við Háskóla Íslands. Á örfáum árum fjölgaði stúdentum um hvorki meira né minna en tæplega eitt þúsund manns. Komust þeir upp í tæplega 2.200 manns og var því um að ræða tæplega tvöföldun nemendafjöldans á aðeins fimm árum.
Nokkrar stofnanir á árinu við HÍ
Nokkuð margar stofnanir taka til starfa eða eru stofnaðar á árinu.
Málvísindastofnun Háskóla Íslands tekur til starfa undir nafninu Rannsóknastofnun í norrænum málvísindum. Hún varð hins vegar að Málvísindastofnun árið 1983.
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stofnuð með reglugerð. Hún kallaðist fyrst Rannsóknastofnun í sagnfræði við heimspekideild Háskóla Íslands.
Rannsóknastofnun í bókmenntafræði stofnuð við heimspekideild. Nafni stofnunarinnar var síðar breytt í Bókmenntafræðistofnun og enn síðar í Bókmennta- og listfræðastofnun.
Kennaraskólinn breytist í Kennaraháskóla Íslands
Kennaraskólinn breytist í Kennaraháskóla Íslands með lögum og tekið var upp þriggja ára kennaranám á háskólastigi. Fyrsti rektor Kennaraháskólans var Broddi Jóhannesson. Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinuðust síðar árið 2008.