1975

Kvennasögusafn Íslands stofnað

Kvennasögusafn Íslands stofnað 1. janúar þetta ár. Allur safnkostur þess var afhentur Landsbókasafni en safnið fékk húsnæði á fjórðu hæð Þjóðarbókhlöðu.

Stúdentakjallarinn tekur til starfa

Stúdentakjallarinn tekur til starfa á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Hann var rekinn í tengibyggingu milli Stúdentaheimilisins við Hringbraut og Gamla garðs í rúm 30 ár. Þegar Háskólatorg var tekið í notkun árið 2007 var Stúdentakjallaranum lokað og húsnæðinu breytt í kennsluhúsnæði.

Í janúar 2013 var hann opnaður aftur, í nýrri viðbyggingu við Háskólatorg.

Hér sjást tveir nemendur drekka kaffi og reykja pípu.

Image
Kaffistofa stúdenta í Gamla garði, sennilega Stúdentakjallarinn. Tveir nemendur drekka kaffi og reykja pípu. Vikursteinar eða hleðslusteinar notaðir í borð og sófa. Lág kúluljós.

Stúdentakjallarinn

Afgreiðslustúlka að hella upp á kaffi.

Image
Kaffistofa stúdenta í Gamla garði, sennilega Stúdentakjallarinn. Afgreiðslustúlka að hella upp á kaffi.

VR-II tekið í notkun

VR-II tekið í notkun. Í byggingunni eru kennslustofur, tölvuver og skrifstofur sem tilheyra sem tilheyra verkfræði- og raunvísindagreinum. Arkitekt VR húsa Háskóla Íslands er Ulrik Arthúrsson.

Á myndinni hér til hliðar sést bókasafnið í VR-II.

Image
Bókasafnið í VR-II

VR-II

VR-II, tekið í notkun árið 1975. Myndin er tekin á 9. áratugnum.

Image
2076.00

Hópur í Háskólafjölritun

Myndin er tekin veturinn 1975-1976 í Háskólafjölritun. Á myndinni eru frá vinstri:

  • Harpa Harðardóttir
  • Ólína Jónsdóttir
  • Valgerður Gunnarsdóttir
  • Sveindís Þórisdóttir
  • Elísabet Kristjánsdóttir
  • Ragnhildur Blöndal.

Háskólafjölritun hóf starfsemi árið 1972.

Image
Starfsfólk Háskólafjölritunar veturinn 1975-1976. Harpa Harðardóttir, Ólína Jónsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Sveindís Þórisdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Ragnhildur Blöndal

Verkfall háskólastúdenta

Frá verkfalli háskólastúdenta í október 1975. Tímamynd: Gunnar. Myndin birtist í Tímanum 22. október 1975, bls. 3. Myndin er úr Þjóðminjasafni

Í október 1975 gerðu stúdentar í mörgum deildum Háskólans tveggja daga verkfall til að mótmæla skerðingu námslána. Hér samþykkja stúdentar í einu hljóði á fundi í Árnagarði að halda verkfallinu áfram.

Image
Frá verkfalli háskólastúdenta í október 1975