1976
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands stofnuð
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands stofnuð 15. september þetta ár. Fyrsti forseti deildarinnar til tveggja ára var kosinn Sigurjón Björnsson. Auk hinna upphaflegu greina sem kenndar voru við námsbraut í þjóðfélagsfræðum, þ.e.a.s. stjórnmálafræði og félagsfræði, voru einnig kenndar sem aðalgreinar til BA-prófs sálfræði, uppeldisfræði og bókasafnsfræði. Þá voru kenndar nokkrar aukagreinar, m.a. mannfræði. Nemendur tóku þessari deild strax vel og þegar hún var stofnuð voru nemendur um 300.
Hjónagarðar taka til starfa
Hjónagarðar taka til starfa með 55 leiguíbúðum á vegum Félagsstofnunar stúdenta.
Stúdentar mótmæla
Þann 15. nóvember þetta ár mótmæla stúdentar nýrri tilhögun og reglum um námslán með því að safnast saman í menntamálaráðuneytinu. Össur Skarphéðinsson, síðar alþingismaður og ráðherra, er fremst á myndinni.