Kennsla í heimspekilegum forspjallsvísindum

Um vorið samþykkir háskólaráð að hætt skyldi kennslu í heimspekilegum forspjallsvísindum í sinni hefðbundnu mynd. Áfram skyldi þó kenna greinina í öllum deildum háskólans og einkunn vera veginn hluti af lokaeinkunn í samræmi við reglur hverrar deildar. Deild var í sjálfsvald sett hvort greinin yrði val- eða skyldugrein.

Samkoma haldin í tilefni 500 ára afmælis Kaupmannahafnarháskóla

Samkoma haldin í tilefni 500 ára afmælis Kaupmannahafnarháskóla 29. apríl. Þar tilkynnti Guðlaugur Þorvaldsson rektor að næsta háskólaár byði Háskóli Íslands fimm fræðimönnum frá Kaupmannahafnarháskóla að halda fyrirlestra við háskólann. Þessir fimm fræðimenn voru allir deildarforsetar Kaupmannahafnarháskóla og komu þeir til vikudvalar og fyrirlestrahalds við Háskóla Íslands í tilefni afmælisins.

Myndin er tekin vestan við gömlu Loftskeytastöðina 25. maí þetta ár í tilefni af gjöf styrktarsjóðs Eggerts Briem. Um er að ræða tvo kröftuga Skidoo-Alpine vélsleða ætlaða til þykktarmælinga á jöklum.
Share