75 ára afmæli Háskólans
Myndasyrpan hér fyrir neðan er frá 75 ára afmælishátíð Háskóla Íslands sem haldin var í Háskólabíó.
Frá 75 ára afmælishátíð Háskóla Íslands í Háskólabíó 1986
Félagsvísindastofnun tekur til starfa
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands tekur til starfa. Markmið stofnunarinnar hefur frá upphafi verið að efla félagsvísindi á Íslandi með því að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir, auk þess að kynna almenningi gagnsemi rannsókna á sviði félagsvísinda.
Fyrsta tilraun hérlendis með fjarkennslu
Gerð er fyrsta tilraun hérlendis með fjarkennslu í formi gagnvirks sambands í sjónvarpi við Háskóla Íslands.
Í marsmánuði 1986 fór fram hin fyrsta tilraun hérlendis með fjarkennslu í því formi að haft væri gagnvirkt samband við fólk á Akureyri.
Í marsmánuði 1986 fór fram hin fyrsta tilraun hérlendis með fjarkennslu í því formi að haft væri gagnvirkt samband við fólk á Akureyri.