1992
Sjóði komið á fót til að bregðast við erfiðu efnahagsástandi
Stúdentaráð háskólans samþykkti að komið yrði á fót sjóði sem gæfi námsmönnum kost á að starfa að rannsóknaverkefnum að sumrinu til að bregðast við erfiðu efnahagsástandi. Þáverandi ríkisstjórn lagði fé til sjóðsins en markmiðið var að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum kost á að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við rannsóknaverkefni.
Sjóðurinn var efldur eftir því sem tíminn leið og færður frá Félagsstofnun stúdenta til Rannís árið 2008, enda er hann ekki bundinn við stúdenta Háskóla Íslands. Frá árinu 1996 hefur forseti Íslands veitt þeim námsmanni nýsköpunarverðlaun sem hefur unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt er af sjóðnum. Margs konar viðurkenningar eru veittar fyrir fleiri verkefni árlega en hundruð þeirra hafa verið hagnýtt í atvinnulífinu og hafa jafnvel fyrirtæki verið stofnuð í kringum þau. Margir stúdentar hafa einnig sótt um einkaleyfi í tengslum við nýsköpunarverkefnin.
Rannsóknastöð í Sandgerði
Rannsóknastöð starfrækt í Sandgerði frá þessu ári. Eitt helsta verkefni Rannsóknastöðvarinnar ber titilinn „Botndýr á Íslandsmiðum“.
Háskólasjónvarp – kennsluvarp í bígerð
Reynt er að koma á legg Háskólasjónvarpi – kennsluvarpi Háskólans. Lögð var fyrir Skýrsla nefndar um Háskólasjónvarp á fundi háskólaráðs. Á árunum 1992-1993 var unnið að hugmyndum um háskólasjónvarp og samþykkti háskólaráð að stofna kennsluvarp. Ný tækni til að taka upp kennsluefni með stafrænum hætti og setja á vefinn hefur nú rutt sér til rúms á vegum Háskóla Íslands.
Nýsköpunarsjóður námsmanna stofnaður
Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður þetta ár. Rannís tók við umsýslu sjóðsins þann 8. júlí árið 2008.
Myndin er af áheyrendum í tengslum við Nýsköpunarsjóð námsmanna. Hún er tekin töluvert síðar, eða árið 2001. Myndin er úr Skjalasafni HÍ.
Bókasafnskerfið Gegnir tekið upp
Háskólabókasafn verður lokað í júní. Myndin er úr Þjóðminjasafni.
Tölvutækni átti eftir að gerbreyta öllu háskólastarfi á tíunda áratug 20. aldar. Árið 1992 var bókakostur Landsbókasafns og Háskólabókasafns tölvuskráður og bókasafnskerfið Gegnir tekið upp.
Stúdentaleikhúsið endurreist
Frá æfingu Stúdentaleikhússins.
Stúdentaleikhúsið endurreist og stendur fyrir blómlegri starfsemi veturinn 1991-1992 og hefur síðan verið með leiksýningar haust og vor.
Háskólinn á internetinu
Vefur Háskóla Íslands, hi.is fór í loftið í nóvember þetta ár. Hann er fyrsti vefurinn sem opnaður var á Íslandi, eftir því sem næst verður komist.
Skjáskotið er það elsta sem varðveist hefur af vefnum, frá árinu 1994.