Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands tekur til starfa
Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands tekur til starfa um haustið.
Tillögur um reykingarbann á háskólasvæðinu
Frá og með þessu ári eru lagðar fram margar tillögur þess efnis að banna reykingar á háskólasvæðinu. Reykingabannið komst síðar á árið 1996 samkvæmt lögum um að reykingar séu óheimilar á stöðum sem heyri stjórnsýslulega undir menntamálaráðuneytið.
Sumarannir stúdenta
Árið 1993 samþykkir háskólaráð tillögu Guðmundar Birgissonar, fulltrúa stúdenta, um sumarönn fyrir þá stúdenta sem ekki ættu kost á atvinnu. Ári síðar var enn samþykkt tillaga formanns Stúdentaráðs um að boðið væri upp á námskeið sumarið 1994. Þótt ekki hafi verið tekin upp skipuleg sumarönn í öllum námsgreinum var nokkuð um námskeið á sumrin ekki síst fyrir erlenda stúdenta.
Rannsóknanámssjóður til styrktar nemendum í framhaldsnámi
Hinn 8. október þetta ár eru staðfestar reglur um Rannsóknanámssjóð til styrktar nemendum í framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Sjóðurinn var í fyrstu á vegum menntamálaráðuneytisins og aðeins fyrir nemendur í Háskóla Íslands enda framhaldsnám ekki í boði í öðrum háskólum. Síðar var sjóðurinn færður til Rannís og opnaður nemendum í rannsóknatengdu framhaldsnámi í öllum skólum á háskólastigi.