2014

Áfram með þeim bestu

Háskóli Íslands var áfram í hópi bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education World University Rankings fyrir skólaárið 2014-2015 sem birtur var í október. Háskólinn var í sæti 251-275 á listanum og er þetta fjórða árið í röð sem öflugt starfsfólk, stúdentar og samstarfsaðilar skiluðu þessum árangri.

Image
Háskóli Íslands, Aðalbygging

Metfjöldi doktorsvarna

Föstudaginn 26. september brautskráði Háskóli Íslands fjóra doktora; Valgerði Tómasdóttur, Ómar Inga Jóhannesson, Christian Rainer Rebhan og Hildi Guðmundsdóttur. Þar með urðu þau tímamót að heildarfjöldi doktorsvarna við Háskólann á einu ári fór í fyrsta sinn yfir 60.

Undanfarin fimm ár (2009-2013) höfðu doktorsvarnir við skólann verið á bilinu 32-52.

Image
Valgerður Tómasdóttir, Ómar Ingi Jóhannesson, Christian Rainer Rebhan, Hildur Guðmundsdóttir