1933

Hlutbundnar og leynilegar kosningar til Stúdentaráðs

Hlutbundnar og leynilegar kosningar til Stúdentaráðs teknar upp með lagabreytingu. Sérstakir listar voru boðnir fram í kosningum til ráðsins og fljótlega mynduðust pólitísk samtök sem sáu um slík framboð. Fyrstu samtökin, Félag róttækra háskólastúdenta, voru stofnuð árið 1933. Innan þeirra störfuðu stúdentar sem hallir voru undir Kommúnistaflokkinn í landsmálum en að þeim stóðu einnig framsóknarmenn og kratar.

Happdrætti Háskóla Íslands stofnað

Happdrætti Háskóla Íslands stofnað með lögum. Meginástæða þess var að Alþingi hafði veitt heimild til að byggja yfir Háskóla Íslands þegar fjárveiting fengist en veitti svo ekki fé til byggingarinnar. Happdrættið er í eigu Háskóla Íslands og tilgangur þess er að afla fjár til húsbygginga skólans, viðhalds þeirra og til tækjakaupa. Fram til þessa dags hafa nær allar byggingar háskólans verið reistar fyrir ágóða af rekstri HHÍ.

Myndin er frá fyrsta útdrætti í Happdrættinu, 10. mars 1934.

Image
Frá fyrsta útdrætti Happdrættis Háskóla Íslands, í Iðnó 10. mars 1934