1932

Skráðir stúdentar við HÍ

Haustið 1932 voru 17 stúdentar skráðir í guðfræðideild, þ.a. tveir nýstúdentar.

Í læknadeild voru skráðir 72 stúdentar, þ.a. 15 sem voru skrásettir nýir á skólaárinu.

Í lagadeild voru skráðir 54 stúdentar, þ.a. 10 sem skrásettir voru nýir á skólaárinu.

Í heimspekideild voru 17 stúdentar, þ.a. 8 nýir.

Af þessum 180 stúdentum voru fimm konur, ein í lagadeild og önnur í læknadeild en í heimspekideild voru þrjár konur en engin í guðfræðideild.

Myndin er af stúdentum í Guðfræðideild veturinn 1926-1927

Image
Guðfræðinemar, ásamt Sigurði P. Sívertsen prófessor, í kennslustofu guðfræðideildar veturinn 1926-1927

Taflfélag stofnað í Háskóla Íslands

Taflfélag var stofnað í skólanum þetta ár.

Myndin er tekin um 77 árum síðar, í Háskóla unga fólksins árið 2009.

Image
Skák í Háskóla unga fólksins 2009