1980

Listasafn Háskóla Íslands stofnað

Hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson gáfu Háskóla Íslands á þriðja hundrað málverka, einkum málverk eftir Þorvald Skúlason. Gjöf þeirra varð stofninn að Listasafni Háskóla Íslands. (ljósm. Áslaug Sverrisdóttir).

Listasafn Háskóla Íslands stofnað í tilefni stórrar listaverkagjafar hjónanna. Samkvæmt stofnskrá Listasafns Háskóla Íslands er hlutverk safnsins að sinna upplýsinga- og þjónustuhlutverki gagnvart þeim sem stunda rannsóknir á íslenskri myndlistarsögu.

Image
Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sverrir Sigurðsson

Ferðaskrifstofa stúdenta hefur starfsemi

Ferðaskrifstofa stúdenta hefur starfsemi. Hún var síðar seld Samvinnuferðum –Landsýn árið 1999.

Upptökutjald sett upp innandyra í Málvísindastofnun HÍ

Upptökutjald sett upp innandyra í Málvísindastofnun Háskóla Íslands um 1980 þar sem útbúin var frumstæð hljóðstofa sem notuð var við málrannsóknir.