1981
Fyrsti námsráðgjafinn ráðinn til HÍ
Fyrsti námsráðgjafinn ráðinn til Háskóla Íslands. Skrifstofa hans fékk síðar nafnið Náms- og starfsráðgjöf þar sem starfsmenn veita ráðgjöf og þjónustu frá upphafi til enda háskólanáms. Skrifstofan heldur m.a. utan um námstækninámskeið, náms- og prófkvíðanámskeið og áhugasviðspróf og hefur sérstaka umsjón með þeim nemendum skólans sem þarfnast sértæks stuðnings við nám sitt.
Þjónustan hefur einnig verið opin fyrir aðra en nemendur Háskóla Íslands. Meistaranemar í námsráðgjöf fá verklega kennslu og starfsþjálfun á skrifstofunni.
Félag umbótasinnaðra stúdenta stofnað
Félag umbótasinnaðra stúdenta stofnað og haslar sér völl í stúdentapólitíkinni.
Deildarráð læknadeildar
Deildarráð læknadeildar frá c.a. 1981-1983.
Á myndinni eru í efri röð frá vinstri:
- Þorvaldur Veigar Jónsson
- Jón G. Stefánsson
- Árni Kristinsson
- Högni Óskarsson
- Kjartan B. Örvar
- Guðrún Vigdís Jónsdóttir
Neðri röð frá vinstri:
- Nína Ísberg
- Hannes Blöndal
- Sigurður Magnússon
- Víkingur H. Arnórsson
- Kolbeinn Kristófersson
- Anna Harðardóttir
Ingunn Baldursdóttir, fulltrúi Læknadeildar HÍ sendi myndina
Óboðinn hestur
Á ýmsu hefur gengið á háskólasvæðinu í gegn um árin, en hér á myndinni sjást lögreglumenn handsama hest við Gamla-Garð við Hringbraut. Fimm lögreglumenn eru búnir að koma höndum yfir hestinn á myndinni.