Hlutbundnar og leynilegar kosningar til Stúdentaráðs

Hlutbundnar og leynilegar kosningar til Stúdentaráðs teknar upp með lagabreytingu. Sérstakir listar voru boðnir fram í kosningum til ráðsins og fljótlega mynduðust pólitísk samtök sem sáu um slík framboð. Fyrstu samtökin, Félag róttækra háskólastúdenta, voru stofnuð árið 1933. Innan þeirra störfuðu stúdentar sem hallir voru undir Kommúnistaflokkinn í landsmálum en að þeim stóðu einnig framsóknarmenn og kratar.

Frá fyrsta útdrætti Happdrættis Háskóla Íslands, í Iðnó 10. mars 1934
Deila