2012

Vísindasmiðjan opnuð

Vísindasmiðja Háskóla Íslands var formlega opnuð 18. febrúar 2012, í Háskólabíói. Markmiðið með Vísindasmiðjunni er að efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti og ýta undir framþróun kennslu í náttúru-og raunvísindum á öllum skólastigum.

Á myndinni sést Katrín Lilja Sigurðardóttir, Sprengju-Kata, segja gestum Vísindasmiðjunnar frá undrum efnafræðinnar. 

Image
Sprengjugengið. Vísindasmiðja Háskóla Íslands.

Háskólar samnýta krafta kennara

Rektorar opinberu háskólanna fjögurra skrifuðu undir samkomulag á haustmánuðum þess eðlis að fastráðinn kennari við einn af opinberu háskólunum fjórum getur nú uppfyllt kennsluskyldu sína við aðra háskóla en þann sem hann er ráðinn til.

Háskólar sem eru aðilar að samningnum eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli –Háskólinn á Hólum.

Á myndinni eru rektorar háskólanna fjögurra við undirritun samningsins. Frá vinstri: Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Image
Rektorar opinberu háskólanna 2012. Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

Háskólatorg stækkað

Háskólatorg var stækkað með nýrri viðbyggingu þetta ár. Byggður var 561 fermetra Stúdentakjallari og torgið sjálft stækkað um 238 fermetra. Framkvæmdum var að mestu lokið í árslok. Félagsstofnun stúdenta stóð fyrir framkvæmdinni í samráði við framkvæmda- og tæknisvið háskólans.

Myndin er frá upphafi framkæmda við stækkunina, sumarið 2012.

Image
Upphaf framkvæmda við stækkun Háskólatorgs sumarið 2012.