1915

Stúdentafélag Háskóla Íslands stofnað

Allir innritaðir nemendur við skólann fengu sjálfkrafa aðild að félaginu. Stúdentafélagið var hugsað sem skemmti- og fræðslufélag og starfaði sem slíkt þar til það leystist upp í pólitískum deilum um miðjan 8. áratug 20. aldar.

Stúdentar fá afnot af Kringlu Alþingishússins

Háskólaráð leyfði stúdentum háskólans, með samþykki forseta Alþingis, að nota veitingastofu Alþingis, Kringlu, til afnota sem lestrarstofu.

Image
Alþingishúsið við Austurvöll