1916

Erfitt reynist að útvega bækur og kennsluáhöld

Vegna siglingateppu og annarra vandræða er af heimsstyrjöldinni stöfuðu, eins og það var orðað í Árbók Háskóla Íslands fyrir skólaárið 1915-1916, hafði reynst erfitt að útvega ýmsar bækur og kennsluáhöld er háskóladeildirnar höfðu óskað eftir að kaupa. Helst var hægt að fá bækur frá Norðurlöndunum en þó munu ýmsar sendingar hafa farið forgörðum vegna þess að flutningaskip á leið milli Englands og Íslands voru skotin í kaf af kafbátum.

Skráning háskólaborgara

Ný regla við skráningu í Háskóla Íslands tekin upp að beiðni Hagstofunnar. Stúdentar voru nú beðnir um að upplýsa um fæðingarstað sinn, fæðingardag og ár, foreldra sína, stúdentsár, meðaleinkunn við stúdentspróf og hvaða ár þeir eru skrásettir sem háskólaborgarar.

Image
Alþingishúsið við Austurvöll