1921
Stúdentaráð stofnar mötuneyti
Stúdentaráð Háskóla Íslands stofnar mötuneyti fyrir stúdenta, Mensa academica, í nóvember 1921. Það var til húsa í Lækjargötu 2 og starfaði þar í átta ár. Markmiðið var að bjóða nemendum háskólans upp á fæði á viðráðanlegu verði og var mötuneytið mjög vel sótt framan af enda varð staðurinn að nokkurs konar félagsheimili stúdenta. Nokkuð dró úr aðsókninni undir lokin þannig að Stúdentaráð neyddist til að loka mötuneytinu í byrjun sumars árið 1929. Ástæðan var viðvarandi hallarekstur.
Stúdentar í Mensu Academicu
Mensa academica, eða mötuneyti stúdenta, í Lækjargötu 2. Björn Magnússon, síðar guðfræðiprófessor, tók myndina af sessunautum sínum vorið 1927. Frá vinstri:
- Guðmundur Ólafs, síðar lögfræðingur og bankastjóri
- Sveinn Ingvarsson, síðar forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins
- Ólafur Þorgrímsson, síðar hæstaréttarlögmaður.
Matargestir í Mensu Academiu
Mensa academica um vorið 1927. Maðurinn vinstra megin við borðið er Egill Sandholt, póstfulltrúi. Við sama borð er Hákon Guðmundsson, síðar yfirborgardómari og bak við hann er Benjamín Kristjánsson, síðar prestur.