1957

Stúdentar fá einn fulltrúa í háskólaráð

Með lögum settum þetta ár fengu stúdentar einn fulltrúa í háskólaráði. Frá árinu 1978 fjölgaði síðan fulltrúum stúdenta í fjóra en auk þeirra áttu sæti í ráðinu háskólarektor, deildarforsetar og tveir fulltrúar Félags háskólakennara. Með lögum um Háskóla Íslands frá 1999 fækkaði aftur í ráðinu og stúdentar fengu þá tvo fulltrúa sem kosnir voru beint af stúdentum.

Almenningssími í Aðalbyggingu HÍ

Almenningssíma komið upp í anddyri Aðalbyggingar Háskóla Íslands að beiðni Stúdentaráðs.

Stúdentaráð 1957-1958

Stúdentaráð háskólaárið 1957–1958.

Frá vinstri:

  • Magnús Þórðarson laganemi
  • Hörður Sævaldsson tannlæknanemi
  • Ólafur G. Einarsson laganemi
  • Bogi Melsteð læknanemi
  • Birgir Ísleifur Gunnarsson laganemi, formaður ráðsins.

Þessir voru allir fulltrúar Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.

  • Leifur Jónsson læknanemi, frá Félagi frjálslyndra stúdenta
  • Emil R. Hjartarson læknanemi, frá Stúdentafélagi jafnaðarmanna
  • Guðmundur Guðmundsson læknanemi, frá Félagi róttækra stúdenta
  • Ólafur Pálmason íslenskunemi, frá Þjóðvarnarfélagi stúdenta.

Myndin birtist í Stúdentablaðinu 34. árg., 4. tbl., (1. des. 1957), bls. 21. Myndin er úr Þjóðminjasafni.

Image
Stúdentaráð 1957-1958