1958

Skólanum falinn rekstur segulmælingastöðvar

Skólanum falinn rekstur segulmælingastöðvar sem Rannsóknarráð ríkisins hafði komið upp við Leirvog í Mosfellssveit. Síðar var starfseminni komið undir einn hatt ásamt rannsóknastofu um mælingar á geislavirkum efnum og nefndist sú rannsóknastofa Eðlisfræðistofnun.

Vinnu- og húsnæðismiðlun stúdenta

Stúdentaráð samþykkir að gera tilraun til að starfrækja húsnæðismiðlun. Starfsmaður Ferðaþjónustu stúdenta tók starfið að sér og tryggðu á annan tug stúdenta sér herbergi á vegum miðlunarinnar þetta ár. Stúdentaráð hafði um þó nokkurt skeið óskað eftir því að ráðinn yrði fastur starfsmaður ráðsins. Vinnu- og húsnæðismiðlun stúdenta efldist jafnt og þétt en hafist var handa í nóvember við að útvega stúdentum vinnu í jólaleyfinu. Fengu 20 stúdentar vinnu og gátu þeir valið úr ýmsum störfum.

Svipmyndir úr verkfræðideild

Myndasyrpan er af lífi nemenda og kennarara verkfræðideildar Háskóla Íslands á árunum 1957-1960. Júlíus Sólnes lánaði skjalasafni Háskóla Íslands myndirnar.