1965
Nýtt kennsluskipulag staðfest
Nýtt kennsluskipulag staðfest í byrjun september. Samkvæmt nýrri reglugerð um nám í heimspekideild átti BA-próf að vera fyrsta háskólapróf allra er þar hæfu nám. Að BA-prófinu loknu gátu nemendur lokið prófum í uppeldis- og kennslufræði og öðlast kennararéttindi eða lagt fyrir sig framhaldsnám sem leiddi til kandídats- eða meistaraprófs.
Hópur stundakennara HÍ reynir að fá bætt kjör sín
Hópur stundakennara reynir að fá bætt kjör sín í Háskóla Íslands. Á þessum árum mátti sjá hvernig kröfur voru að myndast um fastmótaðra skipulag innan skólans. Þannig var t.d. rætt um atriði á borð við það að verkfræðideild skyldi skiptast í fjórar skorir og að hver skor skyldi síðan kjósa fulltrúa í deildarráð.
Kröfur stúdenta um aðild að stjórn skólans öðluðust aukið vægi um þessar mundir en kveðið var á um að stefnt skyldi að sem nánustu samstarfi við stúdenta og þátttöku þeirra í skorar- og deildarráðsfundum og lagt til að tveir stúdentafulltrúar sætu í deildarráði. Einnig var farið fram á að skriflegir ráðningarsamningar yrðu gerðir við alla þá sem stunduðu kennslu.
Fyrir framan Aðalbyggingu
Rútum lagt fyrir framan Háskóla Íslands, fimm í röð. Þjóðminjasafn Íslands sést í bakgrunni.
Hótelstjórar Hótel Garðs
Steinar Berg Björnsson og Kristján Torfason, hótelstjórar á Hótel Garði. Steinar Berg tók við hótelstjórninni af Herði Sigurgestsyni um mitt sumar 1963.
Hótelstjórar Hótel Garðs
Steinar Berg Björnsson, annar hótelstjóranna á Hótel Garði, Eggert Hauksson, Valur Valsson og Kristján Torfason, hinn hótelstjóranna á Hótel Garði.
Hótel Garður er rekin af Stúdentaráði og hefur yfir að ráða 160 gistirúmum í báðum stúdentagörðunum og selur gestum mat og veitir aðra þjónustu. Þetta ár er hótelið rekið í sjötta sinn yfir sumartímann. Ágóðanum af hótelrekstrinum er varið til endurbóta á húsnæði og húsbúnaði garðanna.