1974

Nokkrar stofnanir á árinu við HÍ

Nokkuð margar stofnanir taka til starfa eða eru stofnaðar á árinu.

Lagastofnun Háskóla Íslands hefur starfsemi þetta ár. Lagastofnun er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands.

Líffræðistofnun háskólans stofnuð með reglugerð. Í Líffræðistofnun eru stundaðar undirstöðurannsóknir í líffræði.

Mannfræðistofnun stofnsett þetta ár. Hún heyrði upprunalega undir háskólaráð en var formlega færð undir Félagsvísindastofnun sem faglega sjálfstæð eining árið 2002.

Ári síðar var Lífefnafræðistofa Háskóla Íslands stofnsett.

Kona kjörin formaður Stúdentaráðs

Í mars árið 1974 er kona í fyrsta skipti kjörin formaður Stúdentaráðs, Arnlín Óladóttir læknanemi. Kvenréttindi urðu í fyrsta sinn baráttumál á vettvangi stúdenta.

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn stofnuð

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn stofnuð sem ríkisstofnun og heyrir undir utanríkisráðuneytið. Stofnunin hefur frá stofnun verið nátengd rannsóknastarfi Háskóla Íslands, einkum Líffræðistofnunar.

Sérlegur byggingarstjóri við háskólann ráðinn

Sérlegur byggingarstjóri við háskólann ráðinn þetta ár. Sá var Maggi Jónsson sem hafði þá nýlega lokið doktorsprófi í arkitektúr. Hann sá um húsnæðismál skólans og sinnti ráðgjafahlutverki í þeim efnum. Maggi Jónsson kom að byggingarstjórn háskólans á árunum 1973-2002. Hann teiknaði m.a. Odda og Öskju.

Á myndinni sjást Maggi Jónsson, tæknifræðingur og síðar arkitekt og byggingarstjóri háskólans (t.v.), og Ármann Snævarr háskólarektor á grunni Norræna hússins meðan það var í byggingu.

Image
Maggi Jónsson, tæknifræðingur og síðar arkitekt og byggingarstjóri háskólans (t.v.), og Ármann Snævarr háskólarektor á grunni Norræna hússins meðan það var í byggingu