1984

Félag háskólakennara skipar nefnd um eflingu háskólans

Félag háskólakennara skipar nefnd sem skilar tillögum til félagsins og háskólaráðs um eflingu háskólans sem vísindastofnunar með aukið sjálfsforræði.

Þróunarnefnd HÍ fjallar um húsnæðismál skólans

Fáum árum eftir að vinna hófst við byggingu Odda skilaði þróunarnefnd Háskóla Íslands af sér skýrslu þar sem m.a. var fjallað um húsnæðismál skólans. Þróunarnefnd var skipuð árinu áður en verkefni hennar var að vinna úr áætlun til fimm ára sem háskólaráð lét deildir skólans gera um kennslu og rannsóknir með hliðsjón af aukinni eftirspurn eftir háskólanámi. Í skýrslunni kom m.a. fram að skortur á húsnæði væri mikill í Háskóla Íslands.

Lestrarsalur stúdenta í Hátíðasal

Myndin er af lestrarsal í Hátíðasal Háskóla Íslands, líklega tekin um miðjan níunda áratuginn.

Image
Lestrarsalur í Hátíðasal Háskóla Íslands. Myndin er líklega tekin um miðjan níunda áratug 20. aldar