1990

Rannsóknanám við Háskóla Íslands

Háskólaráð samþykkti 8. febrúar þetta ár breytingar á reglugerð sem heimilaði skipulagt doktorsnám. Þar er háskóladeildum heimilt að skipuleggja doktorsnám í einstökum kennslugreinum sem lýkur með doktorsprófi. Reglugerðin styrkti forsendur til rannsóknanáms við Háskóla Íslands.

Stundakennarar við Háskóla Íslands fara í verkfall

Stundakennarar við Háskóla Íslands fara í verkfall veturinn 1990-1991. Brugðist var við þessu með því að ráða kennara í sérstakar tímabundnar lektorsstöður og með aukinni yfirvinnu fastráðinna kennara og sérfræðinga Háskólans.

Upplýsingadeild við Háskóla Íslands stofnuð

Upplýsingadeild við Háskóla Íslands stofnuð og kynningarfulltrúi í hlutastarfi ráðinn árið 1993.

Byggingarframkvæmdir við Odda

Þetta ár var síðari hluti Odda tekinn í notkun. Í byggingunni eru kennslustofur, tölvuver, kaffistofa nemenda, skrifstofur og starfsemi tengd Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Afgreiðsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Myndasyrpan er af starfsfólki Lánasjóðs íslenskra námsmanna á Laugavegi 77 og nemendum sem þangað komu.

Úr starfi Háskólabókasafns

Myndasyrpa úr starfi Háskólabókasafns árið 1990.

Á fremstu myndinni í syrpunni eru, frá vinstri:

  • Edda Snorradóttir
  • Óskar Árni Óskarsson
  • Þorleifur Jónsson
  • Ingibjörg Árnadóttir
  • Auður Gestsdóttir
  • Sólveig Ögmundsdóttir
  • Þórir Ragnarsson
  • Hólmfríður Svavarsdóttir
  • Elísabet Ruth Guðmundsdóttir
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir
  • Siglinde Sigurbjarnarson
  • Elfa Kristinsdóttir
  • Gabriele Blunck
  • María Huld Jónsdóttir
  • Áslaug Agnarsdóttir
  • Sigbergur Friðriksson
  • Þórný Perrot
  • Einar Sigurðsson háskólabókavörður
  • Guðrún Karlsdóttir
  • Barbara Belle Nelson
  • Ingibjörg Sæmundsdóttir
  • Halldóra Þorsteinsdóttir
  • Sigurður Egill Garðarsson
  • Karl Ágúst Ólafsson
  • Jóhanna Skaftadóttir

Mynd úr safni Háskólabókasafns.