Tímavélin í Læknagarði

Læknagarður, sem stendur á milli Landspítalans og Reykjavíkurflugvallar, er býsna áberandi bygging. Í þessum blómlega háskólagarði heilbrigðisvísinda eru kynstrin öll af spennandi tækjum, tólum og framandi herbergjum. Eitt af þeim þekktari er týnda borgin Krukkuborg, en þar eru geymd formalínböðuð líffæri og líkamspartar, sem áður fyrr voru notuð til kennslu og rannsókna.

Krukkuborg er þó ekki viðkomustaður okkar. Það er annað herbergi sem við förum í með framandi vél sem fyllir nánast út í hvert horn. Þetta er rafeindasmásjá Læknagarðs, en hún var tekin í notkun árið 1985 og hefur verið í stöðugri notkun síðan og reynst afskaplega vel. Jóhann Sigurjónsson, læknastúdent á sjötta ári, segist muna vel eftir rafeindasmásjánni, en hann og félagar hans á sama ári unnu verkefni í henni á þriðja ári læknanámsins.

„Við kölluðum þessa elsku alltaf tímavélina, þar sem stærð hennar og allur framandleiki gaf til kynna að hér væri á ferðinni ekki ómerkara tæki en tímavél. Þá lékum við okkur stundum að því í gamni að senda einhvern læknastúdentinn aftur í tímann og viðkomandi átti síðan að segja okkur hverja hann hitti og hvað hann sá. Við hin áttum síðan að geta upp á árinu sem horfið var til. Þetta var oft og tíðum mjög fræðandi og skemmtilegt, sérstaklega ef tímaflakkarinn gat komið með einhverjar minjar til baka.“

Titill
Tímavélin

Text

Jóhann Sigurjónsson læknanemi við tímavélina svokölluðu.

Image
Image
Jóhann Sigurjónsson læknanemi við tímavélina svokölluðu í Læknagarði