Stúdentar í Alþingisgarðinum árið 1912

Námsgreinar skilgreindar

Með reglugerð settri 9. október eru námsgreinar Háskóla Íslands skilgreindar og það skýrt nákvæmlega hvaða námsgreinar átti að kenna við hverja deild skólans og prófgreinum við embættispróf lýst í smáatriðum. Skólinn hafði því lítið svigrúm til breytinga á kennsluháttum eða kennslugreinum. Heimspekideild var að nokkru leyti undantekning því að hún var eina deild skólans sem bjó nemendur ekki undir embættispróf. Námi þar lauk með svokölluðu meistaraprófi í íslenskum fræðum, sem gaf engan sérstakan forgang að störfum hjá ríkinu.

Fyrsta Árbók Háskóla Íslands og fylgirit kemur út

Fyrsta Árbók Háskóla Íslands var gefin út þetta ár og fjallaði hún um fyrsta starfsár skólans. Hefð skapaðist fyrir því að gefa út fræðileg fylgirit henni samfara og var það fyrsta Stúfs saga eftir fyrsta rektor skólans, Björn M. Ólsen.

Fyrsta háskólaráð Háskóla Íslands: Björn M. Ólsen, Jón Helgason, Guðmundur Magnússon, Ágúst H. Bjarnason og Lárus H. Bjarnason
Bakhlið póstkorts. Á framhliðinni er mynd af fyrsta háskólaráði Háskóla Íslands
Deila