Byggingarnefnd stofnuð
Fimm manna byggingarnefnd Háskóla Íslands komið á fót 16. maí að tillögu Sigurðar Nordals prófessors. Nefndin átti að hafa umráð og umsjón með háskólabyggingunni.
Erlendir kvensendikennarar
Fyrstu konurnar er kenndu við Háskóla Íslands með reglulegum hætti komu úr röðum erlendra sendikennara, þær Fanny Petitbon, franskur sendikennari á Íslandi á árunum 1934-1936, og Anna Z. Osterman, sænskur sendikennari 1938-1942.
Félag þjóðernissinnaðra stúdenta stofnað
Félag þjóðernissinnaðra stúdenta stofnað. Starfsemi félagsins beindist aðallega gegn Félagi róttækra háskólastúdenta sem stofnað hafði verið árinu áður og var yfirlýst markmið þess að vekja stúdenta til vitundar um óþjóðholla starfsemi marxista á Íslandi.