1948

Íþróttahús Háskóla Íslands tekið í notkun

Íþróttahús Háskóla Íslands tekið í notkun. Bygging hússins var hafin vorið 1945 en arkitektar þess eru Gísli Halldórsson og Sigvaldi Thordarson. Húsið var að mestu fullgert þetta ár og hófst kennsla í því 2. apríl 1948.

Image
Íþróttahús Háskóla Íslands

Tillöguuppdráttur að sundlaug við Íþróttahús HÍ

Tillöguuppdráttur að sundlaug Íþróttahúss Háskóla Íslands. Af henni varð þó ekki.

Image
Tillöguuppdráttur að sundlaug við Íþróttahús HÍ

17. júní hátíðahöld við HÍ

Ljósmyndari: Sigurhans Vignir. Myndin er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Hátíðahöld við Háskóla Íslands en braggar eru í baksýn.

Image
17. júní hátíðahöld við HÍ

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur starfsemi

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur starfsemi. Stofnunin er háskólastofnun sem tengist læknadeild en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Meginviðfangsefni er í hnotskurn rannsóknir á sjúkdómum, einkum í dýrum, og varnir gegn þeim. Lög um Tilraunastöð háskólans í meinafræði að Keldum voru staðfest árinu áður, eða árið 1947, og Björn Sigurðsson læknir ráðinn forstöðumaður.

Með rannsóknum sínum á íslensku sauðfé laust eftir miðja 20. öld sýndi hann fram á tilvist hæggengra smitssjúkdóma.

Að Keldum er framleitt bóluefni gegn ýmsum sjúkdómum sem herja á íslensk húsdýr. Bygging Tilraunastöðvar háskólans í meinafræði að Keldum var kostuð að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af hinum bandaríska Rockefeller-sjóði.

Image
Björn Sigurðsson forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar á Keldum