1948
Íþróttahús Háskóla Íslands tekið í notkun
Íþróttahús Háskóla Íslands tekið í notkun. Bygging hússins var hafin vorið 1945 en arkitektar þess eru Gísli Halldórsson og Sigvaldi Thordarson. Húsið var að mestu fullgert þetta ár og hófst kennsla í því 2. apríl 1948.
Tillöguuppdráttur að sundlaug við Íþróttahús HÍ
Tillöguuppdráttur að sundlaug Íþróttahúss Háskóla Íslands. Af henni varð þó ekki.
17. júní hátíðahöld við HÍ
Ljósmyndari: Sigurhans Vignir. Myndin er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Hátíðahöld við Háskóla Íslands en braggar eru í baksýn.
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur starfsemi
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur starfsemi. Stofnunin er háskólastofnun sem tengist læknadeild en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Meginviðfangsefni er í hnotskurn rannsóknir á sjúkdómum, einkum í dýrum, og varnir gegn þeim. Lög um Tilraunastöð háskólans í meinafræði að Keldum voru staðfest árinu áður, eða árið 1947, og Björn Sigurðsson læknir ráðinn forstöðumaður.
Með rannsóknum sínum á íslensku sauðfé laust eftir miðja 20. öld sýndi hann fram á tilvist hæggengra smitssjúkdóma.
Að Keldum er framleitt bóluefni gegn ýmsum sjúkdómum sem herja á íslensk húsdýr. Bygging Tilraunastöðvar háskólans í meinafræði að Keldum var kostuð að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af hinum bandaríska Rockefeller-sjóði.