Háskólanefnd stofnuð
Háskólanefnd stofnuð þetta ár. Með skipan nefndarinnar voru í fyrsta sinn lögð drög að heildstæðri og almennri áætlunargerð um þróun og framtíð skólans. Með henni fylgdi Háskóli Íslands í fótspor annarra háskóla á Vesturlöndum og hafði nefndin til hliðsjónar áætlanir sem unnar höfðu verið við háskóla á Norðurlöndum þar sem slík áætlunargerð hófust á sjötta áratugnum.
Menntamálanefnd Stúdentaráðs hefur starfsemi
Menntamálanefnd Stúdentaráðs komið á fót þetta ár þar sem m.a. var talað um að rækta sjálfstæða hugsun í menntastarfi innan veggja háskólans. Árið 1970 hélt menntamálanefndin málstefnu um nýskipan náms í háskólanum og var síðasta tölublað Vettvangs Stúdentaráðs árið 1970 helgað henni.